Vinnustofa um menntamál sjávarútvegarins 19. febrúar

13. febrúar 2015

Menntadagur atvinnulífsins verður haldinn næstkomandi fimmtudag 19. febrúar á Hótel Nordica og hefst dagurinn með „menntastofum“, sem eru vinnustofur á vegum samtaka í atvinnulífinu, kl. 12.30.  Að henni lokinni hefst opin dagskrá Menntadagsins

Við verðum með vinnustofuum sjávarútveginn og viljum fá að heyra þína rödd!

Við  hvetjum þig því eindregið til að koma og  taka þátt í vinnustofu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en þar verða ræddar þær áskoranir sem sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir í menntamálum.

Vinna við mótun menntastefnu hófst í kjölfar stofnun SFS síðastliðið haust og viljum við vinna hana í víðtæku samráði við þá sem hagsmuna hafa að gæta.  

Á undanförnum vikum hefur verið rætt við aðila sem að veita menntun tengda sjávarútvegi og stunda rannsóknir honum tengdar.

Næsta skref er að heyra þitt sjónarmið og annarra sem er að finna í greininni og er vinnustofan á menntadegi atvinnulífsins mikilvægur áfangi í þeim efnum. Þar viljum við byrja að ræða þarfir sjávarútvegsins í menntamálum í dag jafnt sem til framtíðar litið. Því skiptir miklu máli að sem flestir fulltrúar greinarinnar sjái sér fært að mæta og taka þátt í umræðum. 

Í málstofunni munum við ræða spurningar á borð við:

-          Hver er virðiskeðja menntunar í sjávarútvegi?

-          Hvernig nýtist menntakerfið sjávarútveginum í dag?

-          Hvernig sjáum við menntunarþörf greinarinnar þróast á næstu árum?

-          Hvaða tækifæri eru til staðar með aukinni samvinnu sjávarútvegs og menntakerfis? 

Í kjölfarið verður hafin vinna við að leiða saman sjónarmið menntakerfisins og greinarinnar sjálfar og leggja lokahönd á menntastefnu SFS til framtíðar.

Á síðu Samtaka atvinnulífsins má skrá sig til þátttöku á Menntadeginum og sjá dagskrána yfir daginn að loknum menntastofum hvers aðildarfélags. 


Í málstofunni munum við ræða spurningar á borð við:

-          Hver er virðiskeðja menntunar í sjávarútvegi?

-          Hvernig nýtist menntakerfið sjávarútveginum í dag?

-          Hvernig sjáum við menntunarþörf greinarinnar þróast á næstu árum?

-          Hvaða tækifæri eru til staðar með aukinni samvinnu sjávarútvegs og menntakerfis? 

Viðburðir