Málstofa Hafrannsóknastofnunar fimmtudaginn 6. nóv.

6. nóvember 2014

Erindið verður flutt kl. 12:30 í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð að Skúlagötu 4.

Steingrímur Jónsson flytur erindi sem nefnist: Eiginleikar sjávar við Ísland, áhrif þeirra á lífríkið og af hverju þeir ráðast

Verið velkomin.


Ágrip:
Steingrímur Jónsson og Héðinn Valdimarsson

Miklar breytingar hafa átt sér stað í hafinu við Ísland og reyndar í mestöllu norðanverðu Norður Atlantshafi frá byrjun síðustu aldar. Frá því að reglulegar mælingar á hitastigi og seltu hófust við Ísland hafa skipst á tímabil með mismunandi samsetningu Atlantssjávar auk þess sem pólsjávar hefur gætt í mismiklum mæli.

Síðustu 20 ár hafa einkennst af tiltölulega hlýjum og selturíkum Atlantssjó eftir að ákveðin umskipti urðu um miðjan síðasta áratug síðustu aldar í norðanverðu Norður Atlantshafi. Allt þetta tímabil hefur flæði Atlantssjávar og varmans sem honum fylgir inn á norðurmið verið mælt, þó í mismiklum mæli eftir árum.

Farið verður yfir niðurstöður þeirra mælinga og orsaka breytileikans sem þær sýna. Einnig verður gerð grein fyrir hugmyndum um hvað það er sem ræður eiginleikum Atlantssjávarins sem streymir til Íslands ásamt því sem er að gerast í Norður-Íshafinu og hugsanleg áhrif þess á sjóinn við Ísland. Dæmi verða tekin af því hvernig samspil þessara þátta hefur áhrif á lífríkið í hafinu við Ísland.

Viðburðir