Íslenska sjávarútvegssýningin 2017

13. september 2017

Íslenska sjávarútvegssýningin opnar 13. september 2017.
Hún er ómissandi öllum sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrirtækjum í skyldum rekstri og er hún haldin á þriggja ára festi til að verða við beiðni sýnenda. Þannig er tryggt að þau hafi nýjar vörur á boðstólum hverju sinni og þar af leiðandi hefur sýningin aukist stöðugt að umfangi frá því er hún hófst árið 1984.

Aðsókn sýningargesta jókst um 12% upp í 15.219 samanborið við sýninguna árið 2011 og þar á meðal voru gestir frá austurlöndum fjær, Ameríku og Afríku.

Árangur sýningarinnar er bein afleiðing af umfangsmikilli markaðsstarfsemi innanlands og erlendis með kynningarherferðum á samfélagsmiðlum með systurvörumerkið World Fishing & Aquaculture Magazine í fararbroddi.

Að fenginni umsögn sýnenda árið 2014 og eftir fundi við ráðgjafaráð sýningarinnar var ákveðið að sýningin verði haldin frá miðvikudegi til föstudags árið 2017.

Auk sýningarinnar sjálfrar verða íslensku sjávarútvegsverðlaunin veitt í 7. sinn og sömu leiðis verður haldin í 2. sinn ráðstefnan IceFish Conference þar sem sérstaklega verður fjallað um efnið „Fiskúrgangur og hagnaður“, sjónarhorn þar sem íslendingar eru fremstir í flokki.

Viðburðir