Íslendingar skapa meiri verðmæti úr sjávarafla en aðrar þjóðir

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja
19. apríl 2016

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var haldinn í byrjun mánaðarins þar sem fjallað um sjávarútveg sem stærstu vaxtartækifæri íslensks atvinnulífs. Litið var til þeirra fjölda starfa sem íslenskur sjávarútvegur hefur skapað, svo sem í iðnaði, hugbúnaði auk þeirrar staðreyndar að Íslendingar fá hærri verð fyrir sjávarafurðir sínar en aðrar þjóðir fá. Þá var rætt almennt um auðlindanýtingu á Íslandi og sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, að íslenski orkugeirinn væri á svipuðum stað og sjávarútvegur var fyrir um 20 árum.

Meðal annrra sem fluttu erindi á fundinum voru þeir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra, Lars Christensen, fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Hægt er að horfa á upptöku af erindi Þorsteins Más HÉR og glærur hans má finna á slóð hér fyrir neðan. 

Yfirskrift erindis Þorsteins Más var spurningin Hefur íslenskur sjávarútvegur staðið sig vel?

„Við getum borið okkur saman við hvern sem er. Noregur er okkar helsta samkeppnisland í framleiðslu á þorskafurðum og Íslendingum er gjarnt að horfa til Noregs varðandi samanburð,“ sagði Þorsteinn Már. 

Benti Þorsteinn Már því næst á að talið er að Noregur er það land sem talið er þurfa bera mestan kostnað vegna sjávarútvegs. Sjávarútvegur á Íslandi standi ákaflega vel í alþjóðlegu samhengi og meiri verðmæti gerð úr sjávarafla hér á landi en annar staðar enda vinnslustig hærra og skipulag veiða þannig að það skapar stöðug störf en ekki tímabundin vertíðarstörf eins og víða tíðkast.


Benti Þorsteinn Már á á að talið er að Noregur er það land sem talið er þurfa bera mestan kostnað vegna sjávarútvegs. Sjávarútvegur á Íslandi standi ákaflega vel í alþjóðlegu samhengi og meiri verðmæti gerð úr sjávarafla hér á landi en annar staðar enda vinnslustig hærra og skipulag veiða þannig að það skapar stöðug störf en ekki tímabundin vertíðarstörf eins og víða tíðkast.

„Á Íslandi er mjög mikil samvinna milli veiða, vinnslu og markaðsmála, sem skapar okkur forskot,“ sagði Þorsteinn Már.

„Norðmenn líta til Íslands, þegar kemurskipulagi veiða og vinnslu, þorskverð til skips er hærra á Íslandi en í Noregi, launin á Dalvík eru hærri en í Noregi,“ sagði Þorsteinn auk þess sem hann benti á að í Noregi er engin sértæk gjaldtaka í sjávarútvegi.

Nær allur vöxtur í sjávarútvegi í Noregi kæmi frá laxeldi; Norðmenn seldu þorskafurðir í okkar helstu útflutningslöndum með þorsk fyrir 19 milljarða króna, en Íslendingar fyrir 55 milljarða, þrátt fyrirNorðmenn hafi næstum tvöfalt meiri aflaheimildir en við; þorskur sé að mestum hluta fluttur lítið eða óunninn út frá Noregi, en útflutningur þorskafurða frá Íslandi sé allt að 90% unnar afurðir.

Íslendingar væru auk þess lengst komnir í nýtingu svokallaðra hliðarafurða, sem annars staðar er víða hent. „hvort heldur er í lifur, hausum, hryggjum eða roði. Það fer ekkert út úr okkar vinnsluhúsum nema afurðir og vatn,“ sagði Þorsteinn.

Hvatti hann Íslendinga til að vera stolta af verðmætasköpun þjóðarinnar. Ísland hafi árið 2014 flutt út 118 þúsund tonn af þorskafurðum og fengið fyrir það jafnvirði 90 milljarða íslenskra króna eða um 4,8 milljarðar norskra króna, en Norðmenn hafi sama ár flutt út rúmlega tvöfalt meira magn, 270 þúsund tonn og verðmæti útflutningsins hafi verið 7,2 milljarðar norskra króna. Verðmæti á íslenskt kvótakíló sé því þriðjungi hærra en í Noregi.

 

  • Þorsteinn Már segir Íslendinga standa fremst í verðmætasköpun í sjávarútvegi.
  • Hann segir að hér séu greidd hærri laun í sjávarútvegi en í Noregi.
  • Íslendingar greiði hærri gjöld en aðrir í alþjóðlegum sjávarútvegi.
  • Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu meðal hæstu skattgreiðenda á landinu. 

 

Glærur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja: Ársfundur 2016 þorsteinn.pptx 

 

Viðburðir