Hvert er verkefnið?

7. júlí 2015

Viggó Örn Jónsson hefur starfað á Jónsson & Lemacks í rúman áratug fyrir m.a. Landsbankann, Landsvirkjun og 66°Norður. Viggó er annar stofnenda stofunnar og er jafnframt einn stofnenda Plain vanilla leikjafyrirtækisins. Hann hlaut fyrr á árinu Webby-verðlaun­in í flokkn­um besta auglýsing fyrir snjalltæki. Til gamans má geta að meðal fyrri verðlauna­hafa má nefna Amazon, eBay, Ya­hoo!, iTu­nes, Google, BBC News, CNN, New York Times, Face­book, Wikipedia og Flickr. Viggó er líka mikill áhugamaður um íslenskan sjávarútveg og fór yfir sviðið í fyrirlestri á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem haldinn var fyrir skömmu.

Viðburðir