Hver er reynsla þjóða af uppboði í fiskveiðum?

Áhugaverður fyrirlestur um mál í brennidepli
26. ágúst 2016

Við bendum á tvo áhugaverða viðburði, á vegum RNH, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt. Annars vegar upprifjun á mikilvægum sögulegum viðburði og hins vegar einu helsta umræðuefni íslenskrar pólitíkur þessi dægrin, það er að segja uppboð í fisveiðum. Einn kunnasti auðlindahagfræðingur heims, prófessor Gary Libecap, og Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, ræða ólík sjónarmið við úthlutun fiskveiðiréttinda.


Föstudaginn 26. ágúst heldur Almenna bókafélagið ásamt ræðismönnum Eystrasaltsríkjanna þriggja upp á endurútgáfu tveggja bóka um þessi ríki í tilefni þess, að 25 ár eru liðin frá viðurkenningu Íslands á sjálfstæði þeirra. Þýðandi annarrar bókarinnar, Davíð Oddsson, segir frá aðdragandanum að viðurkenningunni, trúnaðarsamtölum við ráðamenn erlendis og stuðningi við Eystrasaltsríkin innan Atlantshafsbandalagsins í forsætisráðherratíð sinni. Tunne Kelam, einn af leiðtogum sjálfstæðisbaráttu Eistlands og þingmaður á Evrópuþinginu, rifjar upp hið sögulega ár 1991. Samkoman er í Litlatorgi Háskóla Íslands kl. 17–19.


Mánudaginn 29. ágúst er ráðstefna um tvær úthlutunarreglur, aflareynslu og uppboð, í fiskveiðum. Einn kunnasti auðlindahagfræðingur heims, prófessor Gary Libecap, og Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, ræða ólík sjónarmið við úthlutun fiskveiðiréttinda. Pallborðsumræður verða á eftir með dr. Tryggva Þór Herbertssyni hagfræðingi, Helga Áss Grétarssyni, dósent í lögfræði, Charles Plott, prófessor í hagfræði í CalTec, og Hannesi H. Gissurarsyni, prófessor í stjórnmálafræði. Hannes hefur nýlega gefið út bókina The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable hjá Háskólaútgáfunni. Ráðstefnan er í fundarsal Þjóðminjasafnsins kl. 14–17. 

Viðburðir