Hugsaðu um eigin rass og taktu þátt í Mottumars

Sjáðu myndband Mottumars 2014
2. mars 2015

Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, er formlega hafið í áttunda sinn.

Átakið var kynnt um borð í ísfiskstogaranum Helgu Maríu í Reykjavíkurhöfn, en Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, eru aðalstyrktaraðili Mottumars í ár og næstu tvö ár.  Jakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítalanum og formaður stjórnar Krabbameinsfélags Íslands, ávarpaði gesti í brúnni á ísfiskstogaranum Helgu Maríu, frá HB Granda, og sagði frá því að í ár er sérstök áhersla lögð á umræðu og fræðslu um leit að ristilkrabbameini og er slagorð átaksins „Hugsaðu um eigin rass“. 

Í ár leggja Vesturport og fjölmargir aðrir landskunnir leikarar og tónlistarmenn Mottumars lið í baráttunni gegn ristilkrabbameini í karlmönnum með því að dilla sér duglega við lagið Hossa Hossa með hljómsveitinni Amabadama. Skilaboð myndbandsins eru skýr. Karlmenn eiga að hugsa um eigin rass og hrista af sér feimnina.  

Sjá nánar á mottumars.is og hér. 

Viðburðir