Ísland í dag - skemmtileg umfjöllun um Hnakkaþonið

3. febrúar 2015

„Þetta er bara fábær reynsla og ég held að maður leiti stundum of langt yfir skammt. Sjávarútvegur er okkar aðalatvinnugrein og ég held stundum að ungt fólk sé oft ekki mjög meðvitað um það og að það séu tækifæri þar,“ sagði Heiðrún Ingrid Hlíðberg einn keppanda í sigurliði Hnakkaþons í þættinum Ísland í dag í gær. Hnakkaþonið, var sameiginlegt verkefni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Háskólans í Reykjavík og var því ætlað að kynna breidd sjávarútvegs fyrir nemendum og leita eftir nýjum og skemmtilegum hugmyndum meðal nemenda. Heiðrún segist nýlega flutt aftur til Íslands og hafa orðið mjög spennt þegar hún heyrði af keppninni og því næst fengið klárasta fólkið sem þú þekkti til liðs við sig en auk hennar var liðið skipað þeim Jóhannu Edwald, Rebekku Rut Gunnarsdóttur, Helga Má Hrafnkelssyni og Agli Sigurðarsyni. Nemendurnir koma úr fjórum mismunandi deildum Háskólans í Reykjavík en lögð var áhersla á að liðin væru skipuð þverfaglega svo reynsla og þekking hvers og eins fengi að nýtast við úrlausn verkefnisins. 

Viðburðir