Á Vestfjörðum má finna endalausa möguleika

Heimkomuhátíð og Aldrei fór ég suður
30. mars 2015

„Hér má finna endalausa möguleika hvort sem er til sjávar eða sveita, afleidd störf sjávarútvegs og nýsköpun í hinum ýmsu formum hafa vaxið vel á svæðinu,“ segir Birna Jónasdóttir, Ísfirðingur og rokkstjóri Aldrei fór ég suður um heimkomuhátíð sem haldin verður á Ísafirði næsta laugardag í tengslum við tónlistarhátíðina.

Á heimkomuhátíðinni er stefnt á að kynna sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjörðum og þau tækifæri sem hér bjóðast. Fyrirtæki og félagasamtök kynna sína starfsemi, boðið verður upp á fyrirlestraröð þar sem finna má áhugaverð erindi um sjávartengt nám, atvinnutækifæri, auðlindir náttúrunnar og nýsköpun á svæðinu. Segist Birna vonast til þess að slík heimkomuhátíð nái að vekja athygli og áhuga hjá gestum hátíðarinnar, brottfluttum Vestfirðingum sem og nemum sem enn eru að gera upp huga sinn um hvar framtíðar heimilið verður.

„Samfélagið er sérlega opið fyrir slíkum verkefnum og hafa þau hlotið góðan stuðning, fólk er óhrætt við að taka af skarið og skapa sér sína eigin framtíð. Sem eru einmitt þau skilaboð sem við viljum koma á framfæri með heimkomuhátíðinni: spennandi tækifæri og allskyns möguleikar,“ segir Birna.

 

Tónlist og tækifæri Vestfjarða


Aldrei fór ég suður var fyrst haldið árið 2004, það er því tólfta hátíðin að renna upp. Á heimkomuhátíðinni er stefnt á að kynna sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjörðum og þau tækifæri sem hér bjóðast. Fyrirtæki og félagasamtök kynna sína starfsemi, boðið verður upp á fyrirlestraröð þar sem finna má áhugaverð erindi um sjávartengt nám, atvinnutækifæri, auðlindir náttúrunnar og nýsköpun á svæðinu.

Aldrei fór ég suður var fyrst haldið árið 2004, það er því tólfta hátíðin að renna upp. Í upphafi var um eitt kvöld að ræða, ekkert endilega var lagt upp með verkefni sem átti að endurtaka að ári. En hátíðin sló í gegn og ekki var aftur snúið, þetta var árlegur viðburður sem kominn var til að vera, vatt svo upp á sig og hefur stækkað jafnt og þétt. Segir Birna að hún sé svo komið að Aldrei fór sé suður sé í raun fjögurra daga hátíð með þéttri dagskrá.

„Í ár má segja að hátíðin stækki úr tveimur dögum upp í fjóra, rokkráðstefna alþýðunnar flyst yfir á sunnudag og gleðin hefst strax á fimmtudag með óformlegum upphitunartónleikum víðsvegar um bæinn. Ein stærsta breytingin er þó sennilega sú að í ár ætlum við að færa föstudagskvöldið úr tónleika skemmunni og inn í bæinn. Ýmsar uppákomur verða um alla eyri og verður hátíðin sett með órafmögnuðum tónleikum í kirkjunni, en á sama tíma hefjast útitónleikar og strax á eftir kirkjunni verður hægt að skella sér á grínbræðing í kirkjunni. Lifandi tónlist verður á flestum öldurhúsum bæjarins yfir páskahelgina. Grínbræðingurinn og kirkjutónleikarnir eru nýir af nálinni sem og heimkomuhátíðin.“ 

Heimkomuhátíðin verður í húsnæði Háskólaseturs við Suðurgötu á Ísafirði.  

Hér má svo sjá stórglæsilega dagskrá Aldrei fór ég suður.  

Viðburðir