Helga Thors ráðin markaðsstjóri hjá SFS

24. mars 2015

Helga Thors hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá SFS sem er nýtt starf og snýr að því að styrkja ímynd fyrir íslenskar sjávarafurðir á erlendum markaði. Helga hefur starfað síðustu þrjú ár sem markaðsstjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss.

Helga er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún stýrði viðburðadeild Sagafilm í tvö ár, starfaði í fimm ár sem markaðsstjóri á erlendum mörkuðum fyrir Kaupthing Bank, var viðskiptastjóri á auglýsingastofunum Auk / XYZ / ABX,  og hefur unnið fyrir Icelandair, Oz og Morgunblaðið. Helga er í sambúð með Birni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Þríhnúka, og saman eiga þau tvær dætur.

Þá má nefna að Helga er mikil útivistarkona og hefur meðal annars gengið á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro, og á Aconcagua í Suður Ameríku. Helga stofnaði ævintýrafélagið Kríurnar, sem stendur reglulega fyrir fjallahjóla- og fjallaskíðaferðum innanlands sem utan. Önnur áhugamál eru skotveiði, köfun, yoga og fluguveiði.

Helga sat í stjórn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í tvö ár, í stjórn Emblna önnur tvö og hefur átt sæti í markaðsnefndum útgerðafélags Árdísa.

Til gamans má svo nefna að, langafi hennar í föðurætt Kjartan Thors stýrði ásamt bræðrum sínum útgerðafélaginu Kveldúlfi og var formaður Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda og fyrsti formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Langafi hennar í móðurætt Jóhann Kr. Jóhannsson var sjómaður frá Hellissandi.


Helga Thors hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá SFS sem er nýtt starf og snýr að því að styrkja ímynd fyrir íslenskar sjávarafurðir á erlendum markaði. Helga hefur starfað síðustu þrjú ár sem markaðsstjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss.

Viðburðir