Heiðrún Lind ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

24. ágúst 2016

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðsdómslögmaður, hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra SFS að loknu ítarlegu valferli. Heiðrún Lind hefur störf á næstu vikum. 

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðsdómslögmaður, hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra SFS að loknu ítarlegu valferli. Heiðrún Lind hefur störf á næstu vikum. 

Heiðrún Lind lauk lagaprófi árið 2007 og hefur starfað hjá LEX lögmannsstofu óslitið frá þeim tíma, fyrst sem fulltrúi og síðar sem eigandi. Hún hefur að meginstefnu veitt ráðgjöf á sviði samkeppnis-, verktaka- og útboðsréttar, auk alhliða ráðgjafar til fyrirtækja og sveitarfélaga. Einnig hefur Heiðrún Lind sinnt málflutningi í nokkrum mæli. Hún lauk prófi í verðbréfaviðskiptum árið 2013.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru hagsmunasamtök íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi. Tilgangur þeirra er meðal annars að stuðla að hagkvæmni íslensks sjávarútvegs og íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og styðja við nýsköpun og menntun tengda sjávarútvegi.
Intellecta hafði umsjón með ráðningarferlinu en um þrjátíu umsóknir bárust um starfið.

Viðburðir