Heiðmar Guðmundsson til liðs við SFS

14. ágúst 2017

Heiðmar Guðmundsson lögmaður hefur verið ráðinn til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkefni hans  munu meðal annars lúta að lögfræðilegri ráðgjöf, samningagerð, vinnslu álitsgerða og umsagna, alþjóðlegu samstarfi á sviði vinnuréttarmála tengdum sjávarútvegi og aðstoð við félagsmenn. Heiðmar er með BA og ML gráðu í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík og réttindi sem héraðsdómslögmaður. Hann starfaði sem lögmaður hjá CATO lögmönnum frá árinu 2011. Heiðmar hefur nokkra reynslu af sjómannsstörfum, en á sínum yngri árum starfaði hann sem háseti á uppsjávarskipi og einnig á frystitogara. 

Viðburðir