Hagnaður minnkar um 25 milljarða

2. febrúar 2016

Hreinn hagnaður (e.EBT) sjávarútvegsins var 36 ma.kr. árið 2014 sem er lækkun um 25 ma.kr frá árinu 2013 samkvæmt nýju riti Hagstofunnar, Hag veiða og vinnslu. Hagnaður árið 2013 skýrðist fyrst og fremst af liðnum gengismunar og vaxtar. Sú breyting gekk til baka árið 2014 og er því hagnaður í takt við 2012. Eins var þrefalt minni loðnuafli árið 2014 en 2013.  Eftir miklar hækkanir á verðum hefur örlítið dregið úr hækkunum, eins styrktist krónan um 5% milli ára þar af leiðandi lækkar framlegð og tekjur. 

Hagnaður 36 milljarðar


Hagnaður sjávarútvegsins hefur aukist eftir tap frá árinu 2008

Eiginfjárhlutfall 32%

Efnahagsreikningur sjávarútvegsins hefur styrkst á undanförnum árum.  Eigið fé sjávarútvegsins hefur verið að byggjast upp eftir 2008 og skuldir lækkað. Skuldir hækka örlítið á milli áranna en reikna má að þær aukist töluvert á næstu árum þar sem að miklar fjárfestingar eru í kortunum í sjávarútveginum, bæði í skipum og búnaði á landi. Eignfjárhlutfall sjávarútvegsins var 32% árið 2014 og hefur hækkað á milli ára.

Sjávarútvegurinn 2014

Árið 2014 var Ísland þriðja stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópu en aflinn var alls 1,1 milljón tonna. Heildartekjur voru 241 m.a. kr. sem er  11% lægra en árið 2013. Bein opinber gjöld sjávarútvegsins voru 25 ma.kr árið 2014, tekjuskattur ársins 2013 greiðist 2014 líkt og arðgreiðslur sem hækka einnig á milli ára. Alls störfuðu 8000 manns við veiðar í og vinnslu og voru samtals launagreiðslur 82 ma.kr. 

Heimild: Hagstofa, Fiskistofa og Hafnarsamband Íslands

Viðburðir