G.Run hlýtur viðurkenningu fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum

19. febrúar 2016

Mikið er lagt upp úr öruggu vinnuumhverfi og endurspeglast þær áherslur í mjög lágri slysatíðni bæði í landvinnslu og til sjós,“ segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá VÍS.

Sjávarútvegsfyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði er meðal þeirra þriggja fyrirtækja sem hlaut í vikunni viðurkenningu frá VÍS fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum.

„Guðmundur Runólfsson er rótgróið fjölskyldufyrirtæki þar sem umhyggja fjölskyldunnar fyrir öryggi og vellíðan starfsfólks skín í gegn. Mikið er lagt upp úr öruggu vinnuumhverfi og endurspeglast þær áherslur í mjög lágri slysatíðni bæði í landvinnslu og til sjós,“ segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá VÍS. Nánari upplýsingar auk viðtals við Guðmund Smára Guðmunsson, framkvæmdastjóra fyrirtæksins, má sjá í myndbandi hér að neðan.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi óska G. Run innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. 

Viðurkenning


Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS og Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá VÍS afhenda þeim Runólfi Guðmundssyni, framleiðslustjóra G.Run, og Guðmundi Smára Guðmundssyni, framkvæmdastjóra G.Run, viðurkenningu fyrir árangur í forvörnum og öryggismálum. 

Viðburðir