Boð á einstaka sýningu á sjómannadaginn

Ný verðlaunamynd um sjávarútveg
4. júní 2016

Gleðilegan sjómannadag!

Í tilefni dagins vilja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi bjóða öllum íslendingum að berja sigurmynd Skjalborgarhátíðarinnar KEEP FROZEN augum á sjómannadaginn 5. júní kl 20:00 í Bíó Paradís.

Myndin gerist á kaldri vetrarnóttu en þá siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 20.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C. Hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið.  Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru. 

Sýnd með enskum texta á sjómannadaginn 5. júní kl 20:00. Frítt inn og allir velkomnir!

Í listamiðstöðinni Fjúk á Húsavík klukkan 16:00.

Í Bíó Paradís á Hverfisgötu klukkan 20:00 - ókeypis aðgangur í boðis SFS.

Ath: myndin er hætt í bíó, þetta er því einstök sýning til að sjá þessa áhugaverðu mynd um löndunarstarfið sem oft gleymist þegar rætt er um íslenskan sjávarútveg.

Myndin hefur verið að fá glimrandi dóma. Fjórar til fjóra og hálfa stjörnu og mörg stóryrðin hafa fallið sem hrós um fagurfræðilega eiginleika myndarinnar og efnistök. Myndin lætur engum leiðast heldur hefur dáleiðandi áhrif.

Upplýsingar um sýninguna í Bíó Paradís:

Upplýsingar um sýninguna í Fjúk:

Dómur í Vísi:

Dómur í Popp og fólk:


Myndin hefur verið að fá glimrandi dóma. Fjórar til fjóra og hálfa stjörnu og mörg stóryrðin hafa fallið sem hrós um fagurfræðilega eiginleika myndarinnar og efnistök. Myndin lætur engum leiðast heldur hefur dáleiðandi áhrif.

Dómur í Vísi: 

Dómur í Popp og fólk: 

Viðburðir