Fylgst með saltfisknum frá Þorbirni í Baskahéruðum

17. desember 2015

Sjónvarpstöðin ETB2 sýndi nýverið þáttinn "Aqui se fabrica"/"Hér framleiðum við" og heimsótti framleiðanda í Baskahéröðum á Spáni.  Þar má sjá hvernig saltfiskur frá Þorbirni hf. í Grindavík er útvatnaður, skorinn niður og pakkað í neytendaumbúðir til sölu á veitingastaði víðsvegar um Spán. 

Saltfiskurinn frá Þorbirni hefur löngum verið talinn hið mesta hnossgæti og því ekki að undra að spænskir þáttastjórnendur og útvatnarar hafi látið saltfiskinn frá þeim leika aðalhlutverk í þættinum en hægt er að horfa á þáttinn HÉR

Þeir sem fá vatn í munninn við að hugsa um saltfisk er svo bent á að fjölda skemmtilegra uppskrifta má meðal annars nálgast á heimasíðu Vínóteks. Það er sérlega ánægjulegt að nálgast saltfiskinn út frá nýjum uppskriftum þótt kartöflur og hamsatólg standi ávallt fyrir sínu. 

Viðburðir