"Þurfum að sýna það hversu góða vöru við erum með inn á markaðnum"

3. mars 2017

Viðskiptaþing fór fram fimmtudaginn 9. Febrúar. Viðskiptaþing 2017 bara yfirskriftina, Börn náttúrunnar; Framtíð auðlindagreina á Íslandi.

Sjávarútvegurinn fékk sitt hlutverk á þinginu endaatvinnugrein sem á stóran hlut í þeim lífskjörum sem Ísland býr að. Íslenskt efnahagslíf þarf að tvöfalda útflutningtekjur sínar fram til 2030 til að ná 4% árlegum hagvexti. Íslenskur sjávarútvegur ber mikla ábyrgð í þeim efnum og eru tækifærin víða.

Í myndbandi hér að neðan fara þrír sérfræðingar í sjávarútvegi, Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóra Sjávarklasans, Tómas Eiríksson framkvæmdastjóra Codlands og Svavar Svarvarsson viðskiptastjóri HB. Granda yfir þau tækifæri sem eru í íslenskum sjávarútvegi og árangrinum sem íslenskur sjávarútvegur hefur náð:

Tómas Eiríksson: 

"Við erum með villt prótein, rekjanleika og nota græna orku. Þetta allt þrufum við að miklu meiri verðmæti. Þurfum að sýna það hversu góða vöru við erum með inn á markaðnum. "


Svavar Svavarsson:

"Það skemmtilega við það er að sjávarútvegurinn er búinn að ná því því markmiði sem lagt er upp í Parísarsamkomulaginu, að ná niður útblæstri um 30 – 40% ."

Viðburðir