SFS með einn af aðalfyrirlesurum Arctic Frontiers

20. janúar 2016

Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri SFS mun halda erindi á ráðstefnu á vegum Arctic Frontiers, sem haldin verður dagana 26. -27. janúar í Tromsø í Noregi, og hefur það að markmiði að stuðla að  að umræðum um sjáfbæra þróun norðurslóða, styðja við sjáfstæða umræðu og byggja upp samstarf hagsmunaaðila á norðurslóðum. 

Kolbeinn er hluti af í dagskrá þar sem sjónum er einkum beint að viðskiptum og tækni en  þar mun Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, flytja opnunarerindið. Meðal annarra fyrirlesara má  nefna Karl Erik Schjøtt-Pedersen, fyrrverandi sjávarútvegs- og síðar fjármálaráðherra Norðmanna, sem nú er forstjóri Samtaka fyrirtækja í olíu- og gasiðnaði. Auk þess verða margir hagsmunaaðilar norðuslóða verða einnig á málefnadagskrá og má þar á meðal annars nefna Alf-Helfe Aarskog, framkvæmdastjóra Marine Harvest Group eins stærsta sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu og Rúni M. Hansen, yfirmanns hjá Statoil.

Fyrirlestur Kolbeins ber heitið:

Ocean of possibilities

How the Icelandic fisheries system created a modern and profitable industry

Á íslensku gæti titillinn útlagst.

Hafsjór tækifæra

Hvernig íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið skapaði nútímalegan og tæknivæddan atvinnuveg

Við hjá SFS erum að vonum ánægð að fá boð um þátttöku á ráðstefnunni þar sem mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að Íslendingar komi að borðinu þar sem rætt um málefni norðurslóða. Erindi Kolbeins verður að minna á mikilvægi samstarfs á Norðurslóðum og hagsmuni íslensk sjávarútvegs þegar kemur að málefnum Norðurslóða. Nánari upplýsingar.

Viðburðir