Flokkunarstöð fær nafn við hátíðlega athöfn í dag

Úrslit nafnasamkeppni starfsmanna HB Granda kunngjörð
2. nóvember 2015

Nýrri sorpflokkunarstöð HB Granda við Norðurgarð verður gefið nafn í dag og hún formlega opnuð við hátíðlega athöfn. Við sama tækifæri verður nýtt verkstæði og umbúðageymsla í nýbyggingu á Norðurgarði tekin í notkun.


Athöfnin hefst kl. 15:30 á mánudag á því að Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda mun bjóða gesti velkomna. Því næst mun Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra flytja ávarp.

Á eftir því kemur í ljós hvaða nafn flokkunarstöðin fær en nafnasamkeppni hefur staðið yfir meðal starfsmanna undanfarnar vikur. Veitt verða verðlaun fyrir bestu tillöguna.

Markmiðið með því að hafa sér flokkunarstöð er að taka frekari ábyrgð á því sorpi sem til fellur um í fyrirtækinu, hvort sem um er að ræða í landvinnslunni, frystigeymslum, skrifstofum eða skipum. Fyrsta markmiðið er að draga úr losun á almennu sorpi um 40% og grófu sorpi um 70%.  Fyrirmynd af sorpflokkunarstöðinni er flokkunarstöð sem starfrækt er hjá HB Granda á Vopnafirði er fyrir það framtak hefur fyrirtækið hlotið viðurkenninguna fyrirmyndarfyrirtæki í umhverfismálum frá Hringrás. 

Eftir að þetta mikilvæga hús, sem flokkunarstöðin sannarlega er, mun Vilhjálmur veita Bláa hernum fjárstyrk frá HB Granda til frekari hreinsunarstarfa en þau samtök hafa, sem kunnugt er, látið mikið að sér kveða við hreinsun strandlengjunnar mörg undanfarin ár. Loks verða nýja verkstæðisbyggingin og umbúðageymslan skoðuð og þar verður boðið upp á veitingar frá Norðanfiski sem er eitt af dótturfyrirtækjum HB Granda.

HB Grandi á sér langa sögu og býr að mikilli reynslu og þekkingu á nýtingu auðlinda og framleiðslu sjávarafurða sem endurspeglast í öllu starfi þess en fyrirtækið hefur verið leiðandi í umhverfismálum og góðri umgengni við auðlindina. 

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi óska HB Granda innilega til hamingju með framtakið. 


Á eftir því kemur í ljós hvaða nafn flokkunarstöðin fær en nafnasamkeppni hefur staðið yfir meðal starfsmanna undanfarnar vikur. Veitt verða verðlaun fyrir bestu tillöguna.

Viðburðir