Fjármálastjóri SFS

27. maí 2017

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) leita að kraftmiklum einstaklingi til að sinna fjármálum og daglegum rekstri skrifstofu samtakanna.

Sjávarútvegur er öflug þekkingargrein þar sem eftirspurn er eftir fólki með fjölbreytta reynslu, menntun og bakgrunn. Forsenda þess að sjávarútvegur megi eflast og þróast er að Íslendingar þekki þessa fjölþættu atvinnugrein og þau tækifæri sem sjávarútvegur býður upp á.

Helstu verkefni:
Daglegur rekstur skrifstofu
Umsjón með fjármálum, reikningshaldi, uppgjörum og fjárreiðum
Regluleg skýrslugerð til framkvæmdastjóra og stjórnar
Gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana
Aðstoð fjármálatengd verkefni og hagsmunamál atvinnugreinarinnar
Umsjón með launagreiðslum
Kostnaðareftirlit

Menntun og hæfni:
Háskólamenntun á sviði viðskipta eða reksturs skilyrði
Haldgóð reynsla af sambærilegum verkefnum
Mjög góð þekking á reikningshaldi, uppgjörum og áætlanagerð
Hæfni til að greina, setja fram og miðla fjármálaupplýsingum á skýran hátt
Mjög góð samskipta- og samvinnufærni
Góð tölvukunnátta, þ.á.m. mjög góð þekking og færni í notkun á excel
Góð íslensku- og enskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 11. júní 2017. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, í síma 591-0300.

Umsókn má nálgast hér : https://attentus.umsokn.is/


Umsóknarfrestur frá: 26.05.2017
Umsóknarfrestur til: 11.06.2017
Hafa samband:heidrun@sfs.is

https://attentus.umsokn.is/

Viðburðir