Enn bætist í hóp frábærra fyrirlesara á ráðstefnu SFS

26. maí 2015

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda ráðstefnu á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, föstudaginn 29. maí nk. Fundurinn hefst kl. 13 og stendur til kl. 15.10 

Yfirskrift fundarins er „Sameiginleg markaðssetning og aukin verðmæti“ en á honum verður fjallað um stöðu sjávarútvegsins í dag, starfsemi samtakanna frá stofnun þeirra á síðasta ári og tækifærin sem felast í sameiginlegri markaðssetningu sjávarútvegsins á Íslandi. 

Við hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi erum sérlega stolt af öllum þeim frábæru fyrirlesurum sem ætla að flytja erindi á ráðstefnunni. Ekki síst af því að í dag staðfesti komu sína Peter Souter, stjórnarformaður og sköpunarstjóri (Chief Creative Director) TBWA\London.

Peter býr að fjölbreyttri reynslu sem markaðs- og auglýsingamaður. Hann hefur staðið að og stýrt hundruðum auglýsingaherferða á þeim rúma aldarfjórðungi sem hann hefur starfað í auglýsingaiðnaðinum. Þar fyrir utan hefur hann unnið sem handritshöfundur fyrir sjónvarp, útvarp og leikhús við góðan orðstír. Áður en Souter tók við TBWA\London gegndi hann stöðu sköpunarstjóra hjá hinni virtu, alþjóðlegu auglýsingastofu AMV. 

Á meðal þeirra fyrirtækja og vörumerkja sem TBWA\London starfar fyrir, má nefna Nissan, Adidas, Lidl, Jameson, Harrods og Sotheby’s.

Ráðstefnan er öllum opin: Skráning

Nánari upplýsingar um dagskrána.


Við hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi erum sérlega stolt af öllum þeim frábæru fyrirlesurum sem ætla að flytja erindi á ráðstefnunni. Ekki síst af því að í dag staðfesti komu sína Peter Souter, stjórnarformaður og sköpunarstjóri (Chief Creative Director) TBWA\London.

Viðburðir