Efnahagsskýrsla Sjávarklasans fyrir árið 2013 komin út

10. nóvember 2014

Í nýsmíði þeirra skipa sem þegar eru í smíðum fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru send jákvæð skilaboð um bætta hráefnanýtingu og aukna verðmætasköpun, þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri efnashagsskýrslu Íslenska sjávarklasans fyrir árið 2013. Á þessu ári hefur svo verið tilkynnt um nýsmíði 10 nýrra fiskiskipa sem bætast munu við flotann á næstu árum. Í skýrslunni segir að með brotthvarfi nokkurra frystitogara og tilkomu nýrra ísfisktogara sem koma til með að leysa þá af kristallist geta íslensks sjávarútvegs til að bregðast við breyttum ytri aðstæðum og samkeppnisstöðu sinni á alþjóðlegum markaði. Í endurnýjun flotans felist einnig mikilvæg viðskiptatækifæri fyrir fjölmörg tæknifyrirtæki sjávarklasans á Íslandi en hægt sé að tala um nokkra tæknibyltingu í veiðitækni, aflameðferð og fullvinnslu afurða um þessar mundir, svo mikil hafi gróskan verið undanfarið.

Sjávarútvegurinn sé mikilvægasta atvinnugrein landsins að því leyti að hún stenst alþjóðlegan samanburð með tilliti til framleiðni og skilar þar að auki mjög miklum virðisauka til þjóðarbúsins í formi launa og hagnaðar. Þeirri stöðu sé nauðsynlegt að viðhalda, meðal annars með tímabærum fjárfestingum í nýjum skipum og búnaði. Margt fleira áhugavert má finna í skýrslunni en hana má lesa með því að smella sá slóðina hér fyrir neðan. 

Sjávarklasinn á Íslandi: Efnahagsleg umsvif og afkoma 2013

Á myndinni eru þeir Bjarki Vigfússon hagfræðingur og Haukur Már Gestsson hagfræðingur en þeir eru höfundar skýrslunnar. Lengst til hægri er Milja Korpela sem sá um hönnun.

Viðburðir