Aðalfundur og ráðstefna SFS á Hilton Reykjavík Nordica

28. maí 2015

Ráðstefna SFS er opin öllum hefst stundvíslega kl: 13:00 – 15:15 á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 29. maí.

Sameiginleg markaðssetning og aukin verðmæti

13:00 Setning fundar
Ávarp ráðherra – Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Við erum rétt að byrja – Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS

Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins afhent -  Jens Garðar Helgason, formaður SFS 

Tækifæri og nýsköpun

Disrupting the world in your favour: Food for thought - Peter Souter, stjórnarformaður og sköpunarstjóri TBWA\London
Hlutverk vísinda og nýsköpunar í sjávarútvegi–Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

Styrkveitingar úr Rannsóknarsjóði síldarútvegsins 

Fjárfest í útliti

Fjárfest í hönnun – Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. 
Hvert er verkefnið? – Viggó Jónsson, framkvæmdastjóri Jónsson & Le‘macks og í viðskiptaþróun QuizUp.

Orðspor íslenskra sjávarafurða

Stefnumótun kynnt: Íslenskur fiskur á erlendum mörkuðum – Helga Thors, markaðstjóri SFS
"The shopper: our route to the consumer"  – Jonathan Banks, sérfræðingur í markaðssetningu og kauphegðun í matvælaiðnaði.

15:15 Fundarlok
 
Fundarstjóri: Karen Kjartansdóttir, kynningarfulltrúi SFS

Léttar veitingar að loknum fundi sem haldinn er á Hilton Nordica Reykjavík.

Skráning 


Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda fyrsta aðalfund sinn á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, föstudaginn 29. maí nk. Fundurinn hefst kl. 13 og stendur til kl. 15.

Yfirskrift fundarins er „Sameiginleg markaðssetning og aukin verðmæti“ en á honum verður fjallað um stöðu sjávarútvegsins í dag, starfsemi samtakanna frá stofnun þeirra á síðasta ári og tækifærin sem felast í sameiginlegri markaðssetningu sjávarútvegsins á Íslandi. 

Fundarstjóri er Karen Kjartansdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setur ráðstefnuna en sérstakur gestur er Jonathan Banks, sérfræðingur og fyrirlesari um markaðssetningu og kauphegðun í matvælaiðnaði.Viðburðir