Ráðstefna Vinnueftirlitsins og SFS um öryggismál

Upptaka og glærur
11. janúar 2016

Um 160 manns mættu á ráðstefnu Vinnueftirlitsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem haldin var á Grand hótel 8. janúar. Ráðstefnan þótti lukkast vel og sérlega ánægjulegt var að sjá hve mikill fjöldi verkstjóra úr vinnslum víða um land sáu sér fært að mæta ekki síst í ljósi þess að veður var vont og raskaði ögn uppröðun fyrirlestra sem þó kom ekki að sök.

Á fundinum var rætt um þörf á vönduðum skráningum, greiningum og viðbrögðum við slysum. Þá var rætt um forvarnir, stjórnun og leiðtogahlutverk í fiskvinnslum og hvernig megi bæta vinnuumhverfi fólks.

Fundarstjórar voru þau Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri SFS, og Kristinnn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Sagði Karen á fundinum að aukin meðvitund og umræða um málið væru nauðsynleg byrjun á því að koma hlutunum í betra horf. Vonandi yrði ráðstefnan upphafið af þróun sem við getum síðar horft yfir með stolti. Hvatti hún því næst alla til að setja sér mælanleg markmið um að gera betur á sínum eigin vinnustað.

Fundinn í heild má sjá HÉR

Glærur af fundinum má svo finna hér að neðan.


Vinsamlegast athugið að áður auglýst dagskrá riðlaðist vegna veðurs, sjá uppfærða dagskrá í lýsingu myndbandsins á YouTube!

Dagskrárliðir:

11:00 – 11:10  Ávarp Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri SFS og Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

11:10 –11:20   Verum góðir leiðtogar Jens Garðar Helgason, formaður SFS

11:20-11.35    Hugarfarið skiptir máli þegar ná skal árangri.pptx Gunnar Rúnar Ólafsson, öryggisfulltrúi Samherja

11:40-12:00    Byggjum upp jákvæðni og öryggi með hvatakerfi.pptx Sigrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri starfsmanna- og innkaupasviðs Norðuráls,

12:00–12:15   Eftirlit í fiskvinnslu 2015 – staðan og framtíðin.ppt  Leifur Gústafsson, Vinnueftirlitið

12:15-12:30    Fækkum slysum í fiskvinnslu – hvað þarf til.pptx Fjóla Guðjónsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá Sjóvá

12: 30-13:00    Hádegishlé

13:00-13-15    Vinnum með starfsfólkinu – samskipti í fjölþjóðlegu umhverfi.pptx Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd

13:15–13:30   Vinnum með starfsfólkinu – samskipti í fjölþjóðlegu umhverfi.pptx Guðrún Sighvatsdóttir, skrifstofustjóri Fisk Seafood

13:30–13:45   Ábyrgðarhlutverk framleiðenda.pptx Þorkell H Halldórsson, vöruþróun hjá Marel

13:45-14:00   Forvarnir og öryggismenning.ppt Guðmundur Kjerúlf, Vinnueftirlitið

14:15            Samantekt fundar og fundarslit

Viðburðir