Austfirðingar öflugir í Mottumars

Síldarvinnslan er með þetta!
13. mars 2015

Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að blómstra. Í gær fengu loðnuskip Síldarvinnslunnar, Birtingur og Börkur, veglega mottu sem þeir munu skarta út mánuðinn. Karlarnir í fiskimjölsverksmiðjunni í Neskaupstað vildu ekki vera neinir eftirbátar og í morgun fékk eitt mjölsílóanna samskonar mottu og skipin fengu í vikunni. Allir sem eiga leið fram hjá verksmiðjunni munu geta séð hvað mottan fer sílóinu vel.   

Fiskimjölssíló skarta líka mottu


Karlarnir í fiskimjölsverksmiðjunni í Neskaupstað vildu ekki vera neinir eftirbátar og í morgun fékk eitt mjölsílóanna samskonar mottu og skipin fengu í vikunni. Allir sem eiga leið fram hjá verksmiðjunni munu geta séð hvað mottan fer sílóinu vel.   

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi verða að viðurkenna að með þessu hefur Síldarvinnslan tekið algjöra forustu í Mottumarsátakinu. Svo virðist sem að starfsmenn þar séu með allra skemmtilegasta fólki og auk þess hefur Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar látið sig þessi málefni miklu varða í gegnum tíðina. Skemmst er að minnasta þess að á gamlársdag, var undirritaður samningur á milli Síldarvinnslunnar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands um að starfsmönnum Síldarvinnslunnar sem náð hafa 50 ára aldri gefist kostur á ristilspeglun á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þeim að kostnaðarlausu. Síldarvinnslan mun greiða allan kostnað vegna speglananna og að auki færa sjúkrahúsinu að gjöf nýtt speglunartæki að verðmæti 3 milljónir króna. Mun nýja tækið gera sjúkrahúsinu betur kleift en áður til að sinna almennri þjónustu á þessu sviði.

„Mér finnst það vera eitt stærasta heilsufarsmál dagsins í dag og mikilvægt að efla forvarnir og auka þekkingu fólks á þessu krabbameini,” segir Gunnþór.

Þá segir hann að oft sé þörf á því að minna karlmenn sérstaklega á að huga að heilsunni. Hann vilji þó líka minna konur á að gefa þessum málum gaum.

Þá má nefna að aðrir góðir Austfirðingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í Mottumarsátakinu. Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gullbergs á Seyðisfirði, var fundarstjóri á ráðstefnu Krabbameinsfélagsins í vikunni en sjálfur er hann á batavegi eftir harðabaráttu við ristilkrabbamein.

„Fyrir mér er krabbamein ekkert feimnismál og það er ánægjulegt að geta orðið öðrum að liði í þessari baráttu með því að deila minni reynslu," segir Adolf. 

Hafa ber í huga að ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbamein á Íslandi og afar mikilvægt að efla forvarnir gegn þessum skæða vágesti. 

Viðburðir