„Ýmsar tegundir“ standa undir 20 milljarða útflutningi

Metnaðarfullt verkefni til að bæta skráningu verðmæta
1. maí 2016

Samræming við skráningu upplýsinga á útflutningi sjávarafurða     

Verkefnið „Aukið verðmæti gagna“ hefur það að markmiði að bæta og einfalda upplýsingagjöf svo opinberar upplýsingar gefi betri og skýrari mynd af stöðu mála í sjávarútvegi og hagkerfinu öllu. 

Í upphafi apríl fékk SFS styrk í samvinnu við Matís, Tollstjóraembættið, Hagstofuna, Landssamband Fiskeldisstöðva, Iceland Seafood International, Icelandic Group, Brim hf, Ögurvík og Markó Partners til að fjármagna vinnu tölvunarfræðinemana Daníels Agnarssonar og Friðriks Valdimarssonar, sem báðir koma úr Háskólanum í Reykjavík, við verkefnið Aukin verðmæti gagna. 

Mikilvægt er að allar upplýsingar um útflutning sjávarafurða séu réttar, áreiðanlegar og nákvæmar. Nokkuð hefur vantað upp á nákvæmni í þeim útflutningsgögnum sem Hagstofan safnar og birtir. Þannig var til að mynda, samkvæmt Hagstofugögnum, „ýmsar tegundir“ þriðja verðmætasta útflutnings tegundin árið 2014. Það  þýðir í raun að um 20 milljarðar útflutningsverðmæti í sjávarafurðum voru ekki flokkaðar eftir tegundum og afurðum og gefa því mjög takmarkaða mynd af þessum hluta útflutningsins og torveldar mjög alla gagnagreiningu útflutningsins.

Vinna við verkefnið hefur nú staðið yfir í rúmt ár og hefur m.a. falist í vinnu tölvunarfræðingana við að keyra saman gagnagrunna Hagstofunnar og Tollsins útfrá útflutningsskýrslum sjávarútvegsfyrirtækja. Í góðu samstarfi við Matís hefur útflutningsskýrslan verið færð á tölvutækt form og er nú hægt að fylla hana út og senda með miklu nákvæmari upplýsingum til Tollstjóra. Útflutningsupplýsingar geta svo einstaka útflytjendur nýtt við eigin greiningu og utanum hald á sínu heimasvæði.

Til framtíðar verður þannig með góðu móti hægt að útiloka það að tollnúmer fyrir „Ýmsar tegundir“ standi fyrir rúmlega 20 milljarða útflutningi og gefa þannig miklu betri upplýsingar og betri yfirsýn um það hvert til að mynda ferli karfa er frá veiðum og á disk neytenda. Í dag er til dæmis erfitt að aðgreina hvort um er að ræða gullkarfa eða djúpkarfa nema með sérstakri yfirlegu og greiningu þeirra sem best þekkja til. 

Glögglega má sjá að Ýmsar tegundir verða verðmætari með hverju árinu


Friðrik Valdimarsson og Daníel Agnarsson

Viðburðir