Ákall þorsksins til íslenskra kokka um land allt

15. október 2015

Þann 20. október ár hvert er haldinn alþjóðlegur dagur kokka og hefur hver dagur þema sem kokkarnir fylgja eftir. Í ár er þemað „Heilbrigð börn - Heilbrigð framtíð“. Til að fagna deginum geta kokkar hvatt hver annan um að taka upp á sína arma skóla, leikskóla, eða dagheimili í sínu nærsamfélagi og kennt börnum þar hvernig á að borða hollan og góðan mat.

 

Hilmar Jónsson, kokkur og fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri World chefs telur mikilvægt að kenna börnum að borða fisk og bendir á hvað það er hægt að matreiða hann á marga vegu. Góð meðferð og kunnátta geri hann miklu betri.

 

Hann mælir með því að fólk noti sósur til að koma börnum á bragðið ef illa gengur að fá þau til að smakka fisk. Til dæmis geti þorskurinn fengið pizzubragð eða appelsínubragð og hafa þa sósur þar á eftir.

 

Hilmar  segir að dagurinn sé frábært tækifæri fyrir kokka til að hafa jákvæð áhrif á ungt fólk á aldrinum 4-8 ára og kenna þeim hvernig eigi að borða hollt. Tækifærið til að breyta til hins betra hjá ungu fólki, og það á mjög einfaldan máta líka. 

 

Í 22 ár vann Hilmar við að kenna erlendum kokkum að matreiða íslenskan fisk í Bandaríkjunum. Í dag er hann búsettur í Garði og ætlar að sjálfsögðu að sjá til þess að börn á leikskólum í Garði fái fræðslu um íslenskan fisk, hráefnið tali sínu máli.

 

 

Meira er hægt að lesa um daginn á https://www.worldchefs.org/International-Chefs-Day

Viðburðir